Usborne Reading Program
Usborne English Reading ProgramÞessi bókaflokkur var fyrst settur á markaðinn árið 2002 og hafa bækurnar selst í yfir 10 milljónum eintaka um allan heim. Það eru sjö þyngdarstig í bókaflokknum og hvert stig býður upp á fjölbreytt úrval bóka sem bæði er ætlað að ná til og ýta undir hugmyndaflug og sjálfstraust byrjenda í lestri en einnig til að örva og hrífa þá með sem finnst lestur erfiður eða leiðinlegur. Stig af stigi Frá einu þyngdarstigi til annars er hæg en skýr framvinda í efnisvali, stíl, lengd, formgerð setninga og orðaforða. Það gerir lesendum kleift að ná valdi á texta raunverulegra bóka og ná mælanlegum árangri án þess að reyna um of á þanþolið og eiga á hættu að áhuginn dvíni. Gæðabækur Usborne Reading Programme bókaflokkurinn sameinar líflega frásögn og grípandi myndskreytingar listamanna hvaðanæva að úr heiminum, ásamt frábærum ljósmyndum, jafnt nýjum sem eldri. Það er eitthvað fyrir alla og spannar allt frá sígildum sögum til líflegs fræðsluefnis. Stuðningur sérfræðinga Usborne Reading Programme bókaflokkurinn hefur verið þróaður í samráði við Alison Kelly, leiðandi sérfræðings á sviði menntunnar yngstu nemendanna. Hún hefur aðstoðað við að móta umgjörðina og yfirfer alla texta á undirbúningsstigi og gefur góð ráð en ýmsir aðrir sérfræðingar koma að gerð fræðsluefnisins - hver á sínu sviði. Fyrir börn – fyrir foreldra – fyrir skóla
Fyrir kennara Bækurnar í Usborne Reading Programme bókaflokknum eru góð hjálpargögn í safn kennarans: Lífleg frásögn og ríkulegar myndskreytingar ná að fanga athygli lesandans og örva hann til þess að lesa áfram og lesa meira
Nánari lýsing á þyngdarstigunum í Usborne Reading bókaflokknum 1. stig Fyrsta stigið er hugsað sem fyrstu raunverulegu lestrarbækurnar sem lesandinn reynir sig við með lágmarks stuðningi frá foreldri eða kennara. Þær eru 32 síður, lengd frásagnar allt að 150 orð ásamt 6 blaðsíðum af áhugahvetjandi verkefnum. Efnisvalið er sígildar sögur, þjóðsögur og barnavísur með ríkulegum myndskreytingum sem ýta undir áhuga á bókum og lestur. 2. stig Annað stigið reynir aðeins meira á lesandann en fyrsta stigið, hefur aðeins þróaðri söguþráð, flóknari setningar og orðaforða. Bækurnar eru 32 síður, frásögnin allt að 250 orð ásamt verkefnum sem ýta undir lesskilning. Efnisvalið er þjóðsögur frá ýmsum löndum, sögur sem byggðar eru á barnavísum og fræðsluefni í frásagnarstíl, líflega og skemmtilega myndskreytt. 3. stig Þriðja stigið eflir lestrarúthald, blaðsíðurnar eru orðnar 48 og allt að 450 orða frásögn. Endurtekningar í frásögninni eru notaðar til þess að ýta undir og auka sjálfstraust lesandans. Efnisvalið er sígildar sögur og þjóðsögur frá ýmsum löndum, skáldskapur og fræðsluefni í frásagnarstíl, með líflegum og glettnum myndskreytingum. 4. stig Fjórða stigið eflir úthald enn frekar og sögurnar eru allt að 750 orða langar á 48 síðum. Frásagnarhátturinn er þróaðri, meiri texti á hverri síðu, uppbygging og orðaforði meira lýsandi. Efnisvalið er sígildar þjóðsögur og ævintýri, skáldskapur og fræðsluefni í frásagnarstíl. 5. stig - Young Reading 1. flokkur Þetta stig er fyrir börn sem eru fær um að lesa upp á eigin spýtur. Bækurnar eru 48 síður og 1000-1500 orð, setningar eru tiltölulegar stuttar og orðaforði tiltölulega einfaldur og algengur. Að jafnaði eru í bókinni nokkrar smásögur eða ein lengri frásögn sem hefur verið skipt upp í kafla. Efnisvalið er sígildar dæmisögur og ævintýri, skáldsögur og gamansögur. 6. stig - Young Reading 2. flokkur Þessi flokkur bóka er fyrir börn sem lesa af öryggi. Bækurnar eru 64 síður að lengd eða 2000-2500 orð. Þar skiptast á lengri og styttri setningar í frásögninni, flóknari formgerð setninga og þyngri orðaforði en í fyrsta flokknum. Í flestum bókunum í þessum flokki er ein saga sem hefur verið skipt upp í kafla. Efnisvalið er goðsagnir og þjóðsögur, sögur byggðar á verkum Shakespeare, einfaldaðar útgáfur sígildra barnabókmennta og gamansögur. 7. stig - Young Reading 3. flokkur Í þessum flokki eru bækur sem hæfa þeim sem hafa náð fullum tökum á lestri en þurfa að byggja upp meira úthald til þess að getað lesið bók í fullri lengd. Bækur í þessum flokki eru 64 síður og 3000-5000 orð. Flóknari formgerð setninga og erfiðari orðaforði einkenna þessar bækur auk þess sem söguþráðurinn er margslungnari og með aukafléttu. Í bókunum er ein saga sem skipt er upp í kafla. Efnisval er m.a. sögulegir atburðir, ævisögur og einfaldaðar útgáfur sígildra bókmennta.
CD hljóðdiskar, DVD mynddiskar og CD-ROM tölvudiskar Útgáfur á hljóðdiskum, mynddiskum og tölvudiskum með Young Reading bókunum gefur sögunum aukið gildi. Harðspjaldabók ásamt hljóðdisk eða mynddisk eru í boði. Á hverjum hljóðdisk er sögulestur og sérsamin tónlist. Á hljóðdiskunum í Young Reading 1. og 2. flokki er fletting gefin til kynna þannig að hægt sé að fylgjast með í bókinni og um leið og hlustað er. Á mynddiskum er létt teiknimyndaútgáfa af sögunni með leiklestri, tónlist og áhrifshljóðum. CD-ROM tölvudiskarnir, sem eru eru gagnvirkir og opnir fyrir marga notendur, fylgja harðspjaldabókum í stærra broti. Á hverjum tölvudisk er leiklestur með tónlist og áhrifshljóðum sem nemandinn getur hlustað á, en einnig sögulestur þar sem hægt er að fylgjast með textanum á skjá um leið og hlustað er. Þessu til viðbótar fylgja ýmis verkefni, leikir og litabók. Mynddiskana og tölvudiskana er hægt að nota á tölvunni heimavið jafnt og á gagnvirku skólatöflunni.
Lexile mælistikan og litamerktur kjölur Allar bækur í Usborne Reading Programme bókaflokknum eru mældar á Lexile mælistikunni og fá lit á kjöl bókarinnar sem samsvarar þyngdarstiginu. Meiri upplýsingar er hægt að fá á vefsíðunni www.usborne.com |